Innlent

Dómsátt vegna landhelgisbrots Hákonar ÞH

Myndin tengist ekki þessari frétt.
Myndin tengist ekki þessari frétt.

Síldveiðiskipið Hákon ÞH hélt út frá Tromsö í Noregi í gærkvöldi, eftir að dómsátt var gerð í máli skipstjórans fyrir meint landhelgisbrot í lokuðu hólfi í norskri lögsögu á laugardag.

Útgerðin lagði fram tryggingu fyrir greiðslu sektar, en ekki hefur fengist upp gefið hversu sektin er há. Íslensku síldveiðiskipin Guðmundur VE og Vilhelm Þorsteinsson EA eru enn í Tromsö vegna sambærilegra mála en búist er við að að mál skipstjóra þeirra verði afgreidd með sama hætti.

Norska strandgæslan hafði samband við skipstjóranna á laugardag og benti þeim á að þeir væru í lokuðu hólfi og daginn eftir vísaði hún þeim til Tromsö, ásamt einum færeyskum togara, sem var að veiðum á sömu slóðum. Skipstjórar allra togaranna segja að þeir hafi ekki vitað að búið vær að loka umræddu veiðisvæði, og brotin væru því ekki af ásetningi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×