Innlent

Brotist inn í grunnskólann á Ísafirði

Tilkynnt var um innbrot í húsnæði grunnskólans á Ísafirði við Austurveg í morgun. Í tilkynningu lögreglunnar á Vestfjörðum segir að ekki liggi fyrir hvort einhverju hafi verið stolið úr skólanum. Talið er að brotist hafi verið inn eftir klukkan tíu í gærkvöld og þiggur lögreglan upplýsingar frá öllum þeim sem kunna að búa yfir vitneskju um það. Sími lögreglunnar er 450 3730.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×