Innlent

Elsti taílenski staður landsins lækkar verð

Einar Örn Einarsson.
Einar Örn Einarsson.

Taílenski matsölustaðurinn Síam í Hafnarfirði hefur ákveðið að lækka verð á öllum sóttum réttum um þrjúhundruð krónur. Vinsælustu réttirnir fara úr 1790 krónum í 1490 krónur.

„Maður les stundum fréttir þar sem fyrirtæki eru að segjast vera að lækka verð til að létta undir með þjóðinni og svo kemur í ljós að þau hækkuðu kannski verðið skömmu áður. Ég held að fólk sjái í gegnum svona. Við ákváðum að lækka, einfaldlega af því að við teljum að þetta sé besta markaðssetningin nú um stundir. Góður matur á góðu verði spyrst fljótt út. Og allir eru að hugsa um budduna þessa dagana," segir Einar Örn Einarsson einn af eigendum Síams.

Taílensk matargerð er ekki lúxus, að mati Einars. ,,Maturinn sem við seljum er álitinn venjulegur hversdagsmatur í Tælandi. Þar er hann seldur í litlum veitingatjöldum eða á matarvögnum sem ýtt er um íbúðarhverfin á matartíma. Við seljum hann reyndar bara í hefðbundnum íslenskum húsakynnum í Dalshrauni, en við teljum að þetta sé sami góði maturinn og fólk fær á götum Bangkok eða Pattaya."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×