Erlent

Snarpur eftirskjálfti í Pakistan

MYND/AP

Allsnarpur eftirskjálfti skók Balúkistanhérað í suðvesturhluta Pakistans fyrir stundu. Sá mældist 6,2 á Richter en engar fregnir hafa borist af tjóni eða mannfalli.

Hins vegar er ljóst að minnst 160 létust í skjálfta á sama svæði í morgun. Sá var á bilinu 6,4-6,5 á Richter. Enn er verið að leita að fólki í rústum húsa eftir fyrri skjálftann. Báðir skjálftarnir urðu nærri höfuðborg héraðsins, Quetta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×