Innlent

Undrast persónulegt skítkast

Björn Bjarnason.
Björn Bjarnason.

Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, undrast hve grunnt er á persónulegu skítkasti hjá þeim sem tala eins og aðild að Evrópusambandinu sé eina bjargráð Íslendinga.

,,Hvers vegna ræða þessir menn ekki málin á jákvæðum og málefnalegum nótum í stað þess að setja sig á háan hest og tala niður til þeirra, sem vilja viðra önnur sjónarmið? Breytir það í raun engu fyrir krónuna, að alþjóðaumsvif bankanna heyra sögunni til?" segir Björn í pistli á heimasíðu sinni í kjölfar greinar sem hann skrifaði í Morgunblaðið í dag.

,,Ég hef oft áður sagt og endurtek enn, að í augum margra er engin umræða um Evrópumál, nema hún byggist á blindri ósk um aðild að Evrópusambandinu."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×