Innlent

Uppsagnir hjá BYGG: Enn eitt áfallið

„Þetta er enn eitt áfallið á byggingamarkaði," segir Finnbjörn A. Hermannsson, formaður Samiðnar um uppsagnir hjá byggingafyrirtækinu BYGG. „Þetta er viðbót við hina 400 sem við vissum um þannig að þetta fer að nálgast 600 manns sem hafa misst vinnuna í þessari hrinu," segir hann. Hann segir stýrivaxtahækkun hafa endanlega gert út um vonir manna til að halda einhverju atvinnulífi hér gangandi.

Finnbjörn segist vona að þetta séu síðustu uppsagnirnar fyrir þessi mánaðarmót. „En ég á alveg von á því að þetta haldi áfram um næstu mánaðarmót. Ég held að þessi stýrivaxtahækkun hafi endanlega gert út um vonir okkar til að halda úti einhveju atvinnulífi hér á landi."

Finnbjörn segir bankana verða að horfa í gegnum fingur sér þótt ekki sé búið að finna kaupendur eða leigjendur. „Það er fáránlegt að vera að hlaupa frá hálfkláruðum verkum þótt ekki sé búið að leigja þau eða selja. Þá liggja þau bara undir skemmdum."

Í tilfelli BYGG stendur til að láta menn vinna út uppsagnarfrestinn og ljúka þar með verkum sem byrjað hefur verið á. „Þetta eru ábyrgir aðilar sem stýra þessu fyrirtæki og ég reikna alveg með því að þeir klári sínar skyldur gagnvart sínu fólki. Þeir eru ekki þekktir að öðru."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×