Innlent

Segir rekstur Iceland Express ganga vel

Matthías Imsland, framkvæmdastjóri Iceland Express, segir gjaldþrot danska flugfélagsins Sterling engin áhrif hafa á rekstur Iceland Express. Félögin eru bæði í eigu Fons en Matthías bendir á að engin fjárhagsleg tengsl séu á milli þeirra.

Aðspurður segir hann rekstur Iceland Express ganga vel. Forsvarsmenn félagsins hafi skorið niður vetraráætlunina í haust og ákveðið að miða hana við framboð og eftirspurn. Yfirbygging félagsins sé afar lítil og því séu 90 prósent af kostnaðinum tengd rekstri og leigu flugvéla.

„Við skárum niður áætlun okkar þannig að meðalfjöldi farþega um borð er meiri en í fyrra. Við erum ekki að fjölga sætum heldur bara bjóða upp á sæti sem eftirspurn er eftir," segir Matthías. Íslenskum farþegum hafi fækkað en á móti hafi félaginu tekist að fjölga erlendum farþegum.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×