Innlent

Stýrivaxtahækkun ekki skilyrði IMF heldur tillaga ríkisstjórnarinnar

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segir að hækkun Seðlabankans á stýrivöxtum í 18 prósent hafi ekki verið „ákvörðun eða skilyrði" Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Þetta kom fram í viðtali við hana á RÚV í hádeginu. Árni Mathiesen fjármálaráðherra, tók í sama streng í samtali við fréttamann Stöðvar 2 í gær þar sem hann sagði engin skilyrði hafa verið sett fyrir þessu af hálfu sjóðsins. Hins vegar sé hækkunin í samræmi við það samkomulag sem gert var við IMF.

Í rökstuðningi bankans frá því í gær segir: „Í liðinni viku gerði ríkisstjórnin samkomulag við sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Í samkomulaginu, sem lagt verður fyrir framkvæmdastjórn hans til staðfestingar á næstu dögum, felst m.a. að Seðlabankinn skuli þá hafa hækkað stýrivexti í 18% sem nú hefur verið gert."

Af þessu má ráða að það hafi verið Ríkisstjórnin sem lagði til vaxtahækkun upp á 18 prósent og að á það hafi verið fallist af fulltrúum sjóðsins sem ræddu við Íslendingana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×