Innlent

BYGG segir upp 160 - Nánast öllum hefur verið sagt upp

BYGG hefur meðal annars byggt upp í Garðabæ.
BYGG hefur meðal annars byggt upp í Garðabæ.

Byggingafyrirtækið BYGG sagði í dag um 160 starfsmönnum upp störfum. Þetta var tilkynnt á starfsmannafundi hjá fyrirtækinu fyrr í dag.  Ástæðan fyrir uppsögnunum er staðan í efnahagslífi þjóðarinnar og hrun bankanna að sögn Gunnars Þorlákssonar, annars stofnenda BYGG.

Gunnar segir að á bilinu 27-30 hafi verið sagt upp um síðustu mánaðamót og því hafi um 200 manns verið sagt upp að undanförnu eða nánast öllum starfsmönnum félagsins. Gunnar segir þó að BYGG sé ekki gjaldþrota og að þau verk sem ráðist hafi verið í verði kláruð.

Um 80-90 prósent starfsmannanna eru Íslendingar og eru þeir með á bilinu eins til sex mánaða uppsagnarfrest, margir hverjir með sex mánuði. Þessar uppsagnir bætast við aðrar fjöldauppsagnir í byggingargeiranum að undanförnu en fyrr í vikunni sögðu Íslenskir aðalverktakar upp 150 manns.

Byggingafélag Gylfa og Gunnars var stofnað árið 1984 af þeim Gunnari Þorlákssyni og Gylfa Héðinssyni. Það hefur verið í hópi stærstu verktakafyrirtækja landsins um árabil.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×