Innlent

Ekki óhugsandi að ráðherrar fjúki vegna fjármálakreppunnar

Gunnar Helgi Kristinsson, stjórnmálafræðiprófessor við Háskóla Íslands.
Gunnar Helgi Kristinsson, stjórnmálafræðiprófessor við Háskóla Íslands.

Ekki er óhugsandi að ráðherrar fái að fjúka eftir uppgjör vegna bankahrunsins. Þetta er mat stjórnmálafræðings sem segir það vart óbreytanlega staðreynd að íslenskum ráðamönnum verði ekki haggað vegna gagnrýni.

Afsagnir ráðamanna eru vel þekktar víðast hvar í kringum okkur. Innanríkisráðherra Belgíu sagði af sér fyrir áratug þegar barnaníðingurinn Marc Dutroux slapp úr haldi lögreglu þó hann hafi persónulega ekki verið að passa uppá hann. 1995 sagði jafnaðarmaðurinn Mona Salihn, þá varaforsætisráðherra Svíþjóðar, af sér þegar upp komst að hún hafði notað greiðslukort ríkisins til að kaupa tobelron og bleyjur. Hún átti síðar endurkomu í stjórnmál. Annar ráðherra Svía sagði af sér 2006 vegna vangoldinna afnotagjalda.

Nú er bankakerfið hrunið á Íslandi og margir spyrja um ábyrgð ráðamanna sem voru á vakt þegar það gerðist.

Gunnar Helgi Kristinsson, stjórnmálafræðiprófessor við Háskóla Íslands, segir sjaldgæft að íslenskir ráðamenn axli ábyrgð og afsagnir ráðherra vegna gagnrýni nánast einsdæmi.

Gunnar Helgi segir að reynslan hafi verið sú að ráðherrar starfi við mikið starfsöryggi.

Gunnar Helgi segir reynsluna frá öðrum löndum sýna að ráðherrar hafi tilhneygingu til að andmæla því að yfirsjónir þeirra séu þess eðlis að þeir þurfi að segja af sér og þeir geri það oftast ekki fyrr en þeir séu knúnir til þess af formönnum flokka eða forsætisráðherrum.

Hann segir reynsluna á Íslandi hingað til hafa verð þá að ráðherrar hafi nánast verið ónæmir fyrir gagnrýni, að minnsta kosti hvað varði afsagnarkröfur.

Traust á ráðherrum hafin hins vegar dvínað töluvert síðasta árið samkvæmt könnunum. Það hafi aftur á móti ekki haft áhrif á ráðherra.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×