Erlent

Framlengdu frystingu á eignum Landsbankans

Lávarðadeild breska þingsins samþykkti í gærkvöld að framlengja frystingu eigna Landsbankans í Bretlandi þar til samkomulag hafi tekist milli Íslendinga og Breta um hvernig tryggja eigi breskar inneignir á Icesave-reikningum.

Tillagan var samþykkt en ekki var einhugur meðal lávarða um hvort rétt hafi verið að beita hryðjuverkalögum í málinu. Töldu margir sem tóku til máls að réttast væri að færa þær heimildir sem felist í hryðjuverkalöggjöfinni í annan lagabálk þannig að beiting þeirra verði ekki jafn umdeild og nú.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×