Enski boltinn

Skrtel gæti snúið aftur fyrir jól

Elvar Geir Magnússon skrifar
Skrtel borinn af velli.
Skrtel borinn af velli.

Meiðsli varnarmannsins Martin Skrtel hjá Liverpool eru ekki eins slæm og óttast var í fyrstu. Ljóst er að hann þarf ekki að gangast undir aðgerð á hné og gæti snúið aftur á knattspyrnuvöllinn fyrir jól.

Þessi sterki miðvörður meiddist í 3-2 sigri Liverpool á Manchester City um helgina. Hann var skoðaður í dag og var niðurstaðan sú að ekki væri þörf á aðgerð.

Skrtel hefur staðið sig vel í búningi Liverpool og er í miklum metum hjá stuðningsmönnum liðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×