Enski boltinn

Stutt í undirskrift Ferdinand

NordcPhotos/GettyImages

Rio Ferdinand mun væntanlega undirrita nýjan samning við Manchester United fljótlega ef marka má ummæli Sir Alex Ferguson í dag. Varnarmaðurinn hefur verið í ágætu formi í vetur og tók við fyrirliðabandinu hjá landsliðinu á dögunum.

"Við erum búnir að ræða við hann í nokkrar vikur og ég held að styttist í að þetta leysist. Samningaviðræður í dag eru aldrei auðveldar," sagði Ferguson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×