Innlent

Tvennt flutt á slysadeild eftir harðan árekstur

Tvennt var flutt á slysadeild Landspítalans nú á tólfta tímanum eftir harðan árekstur tveggja jepplinga á gatnamótum Háaleitisbrautar og Kringlumýrarbrautar. Að sögn slökkviliðs vankaðist annar mannanna nokkuð við áreksturinn en meiðsli þeirra eru ekki talin alvarleg.

Dælubíll slökkviliðsins var sendur á vettvang til að hreinsa upp olíu og beindi lögregla umferð um gatnamótin í aðrar áttir. Af myndum af dæma er annar jepplingurinn ónýtur en hinn stórskemmdur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×