Innlent

Jólasalan í ár slær öll met

Metvelta verður slegin í smásölu um þessi jól.
Metvelta verður slegin í smásölu um þessi jól.

Allt stefnir í að metvelta verði slegin í smásölu um þessi jól og veltumetin falli á Þorláksmessu.

Rannsóknarsetur verslunarinnar spáir því að smásöluvelta muni nema 56 milljörðum króna í ár samanborið við 51 milljarð króna á sama tíma í fyrra, segir í Hálf-fimm fréttum Kaupþings. Samkvæmt könnun sem gerð var á vegum Rannsóknarsetrinu eyða flestir landsmenn á bilinu 26-50 þúsund í jólagjafir.

„Ég held það megi segja að það stefni í metverslun," segir Finnur Árnason, forstjóri Haga, sem rekur meðal annars Bónus, Hagkaup og 10/11. „Þetta eru mest raftæki og leikföng sem er verið að kaupa í jólagjafir, en svo er fólk líka að gera vel við sig í mat," bætir Finnur við.

Vinsælasta jólagjöfin í ár er GPS staðsetningartæki en jafnframt má ætla að bækur og leikföng verði áberandi í jólapökkunum í ár líkt og áður.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.