Innlent

Á bifhjóli á ofsahraða í miðri borginni

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu boðar hert eftirlit í Ártúnsbrekkunni sem og annars staðar í umdæminu.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu boðar hert eftirlit í Ártúnsbrekkunni sem og annars staðar í umdæminu. MYND/Hörður

Ungir piltar voru áberandi í hópi þeirra sextíu og níu sem stöðvaðir voru vegna hraðaaksturs á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Tuttugu og þriggja ára bifhjólmaður mældist á 133 kílómetra hraða á Hringbraut í Reykjavík en þar er hámarkshraði 50. Hann var færður á lögreglustöð og sviptur ökuleyfi.

Sautján ára piltur var stöðvaður á Reykjanesbraut á móts við Bústaðaveg á 121 kílómetra hraða. Pilturinn fékk bílpróf í síðasta mánuði og má hann búast við 75 þúsund króna sekt og sviptingu ökuleyfis í einn mánuð.

Sautján ára piltur var tekinn á Breiðholtsbraut á 112 kílómetra hraða og tveir jafnaldar hans voru stöðvaðir í Ártúnsbrekku. Báðir á um 120 kílómetra hraða. Á vef lögreglunnar boðar lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hert eftirlit þar sem og annars staðar í umdæminu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×