Innlent

Josh Groban á Íslandi

Bandaríski tónlistarmaðurinn Josh Groban treður upp í Laugardalshöllinni á morgun. Groban sem kom til landsins í gær er heillaður af landi og þjóð.

Margir Íslendingar þekkja Groban úr bandarísku þáttunum Ally Macbeal þar sem hann birtist fyrir nokkrum árum. Söngvarinn hefur vakið mikla athygli fyrir einlæga framkomu og fallega rödd. Nú er hann kominn til Íslands og heldur tónleika hér á landi annað kvöld og svo aftur á miðvikudagskvöldið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×