Innlent

Stolni sendibíllinn fannst

Hvítur sendibíll sem var stolið fyrir utan Nóatún í porti JL hússins í hádeginu í dag fannst síðdegis í Yrsufelli, óskemmdur. Sendibíllinn er frá heildsölunni Bugt og var að koma með vörur í verslunina. Lyklarnir voru í bílnum. Þjófurinn beið færis eftir því að ökumaðurinn færi inn í verslunina og keyrði svo á brott.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×