Innlent

Kanna verður sein viðbrögð vegna veikinda við Kárahnjúka

MYND/VG

Kanna verður betur afhverju ekki var brugðist fyrr við þegar hópur vinnumanna veiktist við Kárahnjúkavirkjun í síðasta mánuði. Þetta kemur fram í nýútkomnum Farsóttafréttum sóttvarnarlæknis.

 

Fram kemur í Farsóttafréttum að mikið hafi verið kvartað yfir því hversu seint hafi verið brugðist við þegar hópur manna veiktist meðal annars af iðrasýkingu við Kárahnjúkavirkjun í síðasta mánuði.

Sóttvarnarlæknir telur það mikilvægt að atburðarrásin verði könnuð nákvæmlega og leitað verði leiða til að bæta flæði upplýsinga svo unnt sé að bregðast við með skjótari hætti en rauninn var. Slík könnun gæti síðan nýst við skipulag og framkvæmd sóttvarna í framtíðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×