Innlent

Rændi pakka og þarf að greiða 30.000 krónur í sekt

Selfoss
Selfoss MYND/E.Ól.

Rúmlega tvítugur karlmaður var í dag dæmdur í Héraðsdómi Suðurlands fyrir þjófnað á pakka. Pakkinn hafði verið sendur með áætlunarbifreið á Selfoss en maðurinn var farþegi í bifreiðinni og rændi honum við komuna á Selfoss.

Í pakkanum var einn brúsi af Magix color sprey fyrir leður og inneignanóta upp á 3.990 krónur. Hann var dæmdur til að greiða 30.000 krónur í sekt en greiði hann hana ekki innan fjögurra vikna þarf hann að sæta fangelsi í fjóra daga. Maðurinn var ekki viðstaddur dómsuppkvaðningu í dag en hann er erlendur ríkisborgari og ekki með fastan dvalarstað á Íslandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×