Innlent

Minnir á áhættu sem fylgir lánum í erlendri mynt

Seðlabankastjóri telur hættu á að heimilin vanmeti þá áhættu sem felist í lánum í erlendri mynt. Hann segir lánin mjög álitleg á pappírum en ekki sé allt gull sem glóir.

Heimilin sækjast nú í auknu mæli eftir lánum í erlendri mynt. Þegar ný hagspá Seðlabankans var kynnt í dag sagði seðlabankastjóri að raungengi krónunnar væri á ný orðið mjög hátt og það feli í sér auknar líkur á gengislækkun þegar fram líði stundir. Heimilin verði því að vera meðvituð um áhættuna sem fylgi slíkum lánum og vara sig á að vanmeta hana ekki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×