Innlent

Lögreglustjóri athugar mál meints hryðjuverkamanns - bresk yfirvöld tjá sig ekki

Maðurinn er grunaður um aðild að sprengjutilræðinu í London og Glasgow.
Maðurinn er grunaður um aðild að sprengjutilræðinu í London og Glasgow. MYND/AFP

Íslensk lögregluyfirvöld eru nú með í skoðun mál meints hryðjuverkamanns sem á að vera staddur hér á landi. Maðurinn er grunaður um aðild að sprengjutilræðinu í London og Glasgow á dögunum. Bresk lögregluyfirvöld vilja ekki tjá sig um hvort málið tegi anga sína hingað til lands.

Netúgáfa indverska dagblaðsins The Hindu greindi frá því í morgun að indverskur maður, Kafeel Ahmed, sem talinn er tengjast sprengjutilræðunum í Englandi og Skotlandi fyrir skemmstu sé staddur hér á landi. Hann er talinn náinn vinur eða ættingi tveggja lækna sem eru í haldi í Ástralíu og Bretlandi vegna málsins.

Upplýsingafulltrúi Lundúnalögreglunnar segir að lögreglan hafi ekki nafngreint neinn þeirra sem leitað sé í tengslum um málið. Því gæti lögreglan ekki staðfest hvort verið væri að kanna hvort einhver hinna grunuðu sé mögulega hér á landi. Upplýsingafulltrúinn vildi þó ekki þvertaka fyrir að heimildir blaðamannsins væru rangar.

Samkvæmt upplýsingum frá ríkislögreglustjóra er greiningardeild embættisins með málið til skoðunar. Ekki fengust upplýsingar hvort málið sé til skoðunar vegna beiðni frá breskum lögregluyfirvöldum.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×