Innlent

Skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás

Árásin átti sér stað á Þjóðhátíð í Eyjum árið 2005.
Árásin átti sér stað á Þjóðhátíð í Eyjum árið 2005. MYND/ÓF

Karlmaður var í Héraðsdómi Suðurlands í dag dæmdur í 45 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa ráðist á annan mann og sparkað í höfuð hans með þeim afleiðingum að hann missti meðvitund. Þá var honum gert að greiða 80 þúsund krónur í sakarkostnað og tæpar 31 þúsund krónur fyrir læknisvottorð fórnarlambsins.

Árásin átti sér stað á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum árið 2005. Fyrir dómi játaði maðurinn sekt en sagðist þó ekki hafa sparkað í höfuð fórnarlambsins af fullu afli. Dómarinn taldi hins vegar sannað af vitnisburði þriggja manna að dæma maðurinn hefði beitt öllu afli.

Maðurinn hefur tvisvar áður komist í kast við lögin. Í fyrra skiptið fyrir umferðarlagabrot árið 2003 og í seinna skiptið árið 2006 fyrir brot á fíkniefnalögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×