Innlent

Starfsemi heimilis við Njálsgötu í fullu samræmi við skyldur borgarinnar

Heimilið tekur til starfa eigi síðar en 1. október næstkomandi.
Heimilið tekur til starfa eigi síðar en 1. október næstkomandi. MYND/AB

Starfsemi heimilis fyrir heimilislausa við Njálsgötu er fullu samræmi við skyldur Reykjavíkurborgar og ekki í ósamræmi við gildandi skipulag hverfisins. Þetta kemur fram í lögfræðiáliti lögmanns Reykjavíkurborgar. Velferðarráð Reykjavíkurborgar samþykkti í gær að hefja starfsemi hemilisins næsta haust þrátt fyrir mótmæli margra íbúa í hverfinu.

Íbúar við Njálsgötu hafa mótmælt fyrirhugaðri opnun hemilis fyrir heimilislausa við Njálsgötu. Í lögfræðiáliti sem lögmannsstofan Lex gerði fyrir íbúana kemur fram að meiri líkur en minni séu á því að starfsemi heimilisins sé ekki í samræmi við samþykkt skipulag. Þá telur lögmannsstofan að fara þurfi fram grenndarkynning í samræmi við skipulags- og byggingarlög þar sem heimilið skilgreinist sem stofnun að mati lögmannanna.

Á fundi velferðarráðs í gær var því hins vegar hafnað að hægt væri að skilgreina heimilið sem stofnun.

Í lögfræðiáliti lögmanns borgarinnar kemur fram að starfsemi heimilisins sé í fullu samræmi við skyldur Reykjavíkurborgar bæði út frá skyldum verðandi íbúa og þess grenndarsamfélag sem til staðar er. Þá er því hafnað að fari þurfi fram grenndarkynning vegna breyttrar notkunar húsnæðisins.

Samkvæmt samþykkt velferðarráðs í gær mun starfsemi heimilisins hefjast eigi síðar en 1. október næstkomandi. Verður tillaga ráðsins kynnt í borgarráði á fimmtudaginn í næstu viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×