Innlent

Falsaður peningaseðill í umferð

Falsaður þúsund krónu seðill fannst í vikunni við uppgjör á sundstað á Akranesi. Seðillinn var viðvaningslega falsaður og datt hreinlega í sundur við meðhöndlun, að sögn lögreglu. Þung viðurlög eru við peningafölsun hér á landi. Þau geta varðað allt að 12 ára fangelsi. Málið er til rannsóknar hjá lögreglu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×