Enski boltinn

Stóri-Sam myndi syngja það sama

Elvar Geir Magnússon skrifar
Stóri-Sam hefur ekki átt sjö dagana sæla síðan hann tók við Newcastle.
Stóri-Sam hefur ekki átt sjö dagana sæla síðan hann tók við Newcastle.

Stuðningsmenn Newcastle eru óhræddir við að láta óánægju sína í ljós. Newcastle hefur verið langt frá því að vera sannfærandi á leiktíðinni og í gær tapaði það fyrir Wigan 1-0.

„Ef ég væri meðal þeirra þá myndi ég syngja það sama því liðið er ekki nægilega gott um þessar mundir," sagði Sam Allardyce varðandi söngva óánægðra stuðningsmanna liðsins.

„Frammistaða margra leikmanna er óásættanleg. Auðvitað geta leikmenn átt slæma daga en slæmu dagarnir hjá okkur eru virkilega slæmir. Nú þurfum við að bretta upp ermar og berjast því þannig kemst maður úr erfiðum aðstæðum."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×