Enski boltinn

Ronaldinho er ekki að fara til Chelsea

NordicPhotos/GettyImages

Umboðsmaður Brasilíumannsins Ronaldinho hjá Barcelona segir ekkert til í fullyrðingum spænsku blaðanna í morgun þar sem því var haldið fram að leikmaðurinn væri búinn að samþykkja að ganga í raðir Chelsea á Englandi.

"Ég hef ekki heyrt neitt um þetta og ef Chelsea ætlaði að kaupa hann, þyrfti félagið að hafa sambandi við Barcelona - ekki mig. Ég hef ekki lesið blöðin en þetta kemur mér á óvart því ég hef ekki heyrt í nokkrum manni," sagði Roberto Assis, bróðir og umboðsmaður leikmannsins.

Hann mætti á æfingasvæði Barcelona í dag en sagðist bara vera kominn þangað til að hitta bróður sinn og skemmta sér með honum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×