Innlent

Kristján Már ráðinn varafréttastjóri

Kristján Már Unnarsson fréttamaður hefur verið ráðinn varafréttastjóri Stöðvar 2. Hann tekur við starfinu af Þóri Guðmundssyni sem hefur tekið við starfi ritstjóra fréttavefsins visir.is. Þórir verður áfram í ritstjórn Kompáss. Kristján Már hefur starfað sem fréttamaður á Stöð 2 frá 1988 en hann hóf fjölmiðlaferil sinn á Dagblaðinu 1980. Fréttastjóri Stöðvar 2 er eftir sem áður Sigmundur Ernir Rúnarsson.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×