Innlent

Reykkafarar björguðu tveimur úr brennandi íbúð

Reykkafarar björguðu tveimur úr brennandi íbúð í Breiðholti um ellefu leytið. Íbúðin er á annarri hæð í fjölbýlishúsi í Fannafelli og logaði töluverður eldur þegar slökkviliði kom á svæðið. Slökkviliðsmönnum tókst að koma í veg fyrir að eldurinn næði í aðrar íbúðir en töluverður reykur myndaðist í stigagangi hússins. Fólkið, sem er á þrítugsaldri, var flutt á slysadeild og reyndust þau ekki vera með alvarlega reykeitrun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×