Innlent

Jeppi og snjóruðningstæki rákust saman í Víkurskarði

Umferðaróhapp varð í Víkurskarði á Norðurlandi í morgun þar sem jeppi og snjóruðningstæki rákust saman. Að sögn lögreglunnar á Akureyri urðu ekki slys á fólki en draga þurfti jeppan af vettvangi. Lögreglu gekk illa að komast á vettvang vegna erfiðrar færðar en segja má að Víkurskarðið hafi verið lokað í nær allan dag. Þurfti lögregla að aðstoða nokkra bíla í skarðinu og á tíma að ganga á undan bílum niður skarðið vegna færðarinnar og veðurhamsins. Ekki er búist við að skarðið verði mokað í kvöld en þar er enn ófært.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×