Innlent

Mikil umferð á þjóðveginum

Ljóst er að margir hafa ákveðið að nýta góða veðrið til að ferðast. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu hefur umferð verið mjög mikil það sem af er degi. Bæði um Suðurlandsveg og Vesturlandsveg. Lögreglan segir að umferðin hafi gengið mjög vel en töluvert sé um hraðakstur. Í dag hafa hátt í þrjátíu ökumenn verið stöðvaðir fyrir að kitla pinnan í umdæmi lögreglunnar á Hvolsvelli.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×