Innlent

Rio Tinto skilur eftir sig blóði drifna slóð

Hjörleifur Guttormsson, fyrrverandi iðnaðarráðherra, segir að fyrirtækið RIO Tinto hafi blóði drifna slóð að baki sér en fyrirtækið er að sameinast kanadíska álfélaginu Alcan sem stendur að rekstri álversins í Straumsvík.

Á heimasíðu RIO Tinto segir að með samrunanum við Alcan myndist leiðandi afl í áliðnaði. Starfsemi Bresk-Ástralska félagsins RIO Tinto nær allt aftur til ársins 1873 í tengslum við námavinnslu nærri Huelva á Norður Spáni. Félagið hefur margoft sætt gagnrýni fyrir framgöngu sína í öryggis- og umhverfismálum auk þess sem það hefur verið gagnrýnt fyrir að sniðganga réttindi starfsmanna sinna. Hjörleifur Guttormsson, fyrrverandi iðnaðarráðherra, hefur afdráttarlausar skoðanir á RIO Tinto.

Hann fullyrðir að fyrirtækið skilji eftir sig blóði drifna slóð.

Hjörleifur er ekki alveg á því að flokka þau álfyrirtæki sem hér starfa á líkan hátt og hann segir iðnaðarráðherra gera. Hjörleifur segir ekki unnt að flokka álfyrirtæki í engla og skúrka.

Össur segist ekki viss um að RIO Tinto sé heppilegt fyrir stöðuna hér á landi en fjöldi fyrirtækja freisti þess nú að kaupa orku af Íslendingum.

Össur segir að Íslendingar hafi ekki góða reynslu af Rio Tinto. Fyrirtækið hafi viljað reisa kísilmálmverksmiðju á Reiðarfirði árið 1987 en hafi hlaupið frá því á síðustu stundu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×