Borgarstjóri segir R-listann hafa ákveðið byggingu öldrunaríbúða í Mörkinni Jón Hákon Halldórsson skrifar 13. júlí 2007 18:24 Vilhjálmur segir að ríflega 200 þjónustuíbúðir verði byggðar á kjörtímabilinu. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri segir að allar ákvarðanir um byggingu íbúða fyrir aldraða í Mörkinni hafi verið teknar af R-listanum. Hann segir að sér hafi fundist illa staðið að ákvörðunum um byggingu íbúðanna. Vilhjálmur segist hafa gagnrýnt fyrirkomulagið harkalega á sínum tíma. Þegar byrjað hafi verið að byggja þessar íbúðir hafi legið ljóst fyrir að þær yrðu mjög dýrar. Fermetrarverðið hafi verið á 306 þúsund krónur við síðustu borgarstjórnarkosningar. R-listinn hafi kallað þetta þjónustuíbúðir en neitað að samþykkja byggingu þjónustukjarna sem fjármagnaður yrði af Reykjavíkurborg. Vilhjálmur segir að samkomulagið sem samþykkt hafi verið í borgarráði í gær geri ráð fyrir að íbúðirnar verði seldar til íbúa á aldrinum 60 ára og eldri. Það sé rangt að þær verði seldar hverjum sem er. Hann segir að Nýsir áformi að bjóða upp á mjög mikla þjónustu fyrir íbúana sem þarna muni búa. Þar verði öryggisþjónusta, matarþjónusta, hárgreiðsluþjónusta, heilsulind og púttvöllur. Nýsir muni svara allri þeirri þjónustu sem óskað verði eftir. Í fréttatilkynningu frá Nýsi er tekið undir þessi orð Vilhjálms. Þar segir að engin áform séu um að hverfa frá fyrirhugaðri byggingu þjónustuíbúða fyrir aldraða.Viðræður hafi farið fram við borgaryfirvöld um að tryggja íbúum félagslega þjónustu. Jafnframt hafi farið fram viðræður við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins um að tryggja íbúum heimahjúkrun. Þá segir í fréttatilkynninguni að það sé rangt sem fullyrt hafi verið að fermetraverð íbúðanna sé allt að 500 þúsund krónur. Hið rétta sé að meðal fermetraverð án bílageymslu sé 404 þúsund krónur og með bílageymslu 429 þúsund krónur. Ódýrasta fermetraverðið án bílageymslu sé 350.814 krónur og 377 þúsund krónur með bílageymslu. Vilhjálmur segir að verið sé að byggja 100 þjónustu- og öryggisíbúðir við Sléttuveginn og rúmlega 100 við Spöngina sem verði líklegast tilbúnar um áramót 2008-2009. Þar verði heimilaður búseturéttur eða íbúðirnar leigðar út á kostnaðarverði. Gengið verði frá því í samningum við Eir og Hrafnistu að þarna verði byggður þjónustukjarni í tengslum við íbúðirnar. Vilhjálmur segir að í stjórnartíð R-listans hafi ekki ein einasta þjónustuíbúð verið byggð. Því furði hann sig á skyndilegum áhuga Dags B. Eggertssonar á málaflokknum. Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Sjá meira
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri segir að allar ákvarðanir um byggingu íbúða fyrir aldraða í Mörkinni hafi verið teknar af R-listanum. Hann segir að sér hafi fundist illa staðið að ákvörðunum um byggingu íbúðanna. Vilhjálmur segist hafa gagnrýnt fyrirkomulagið harkalega á sínum tíma. Þegar byrjað hafi verið að byggja þessar íbúðir hafi legið ljóst fyrir að þær yrðu mjög dýrar. Fermetrarverðið hafi verið á 306 þúsund krónur við síðustu borgarstjórnarkosningar. R-listinn hafi kallað þetta þjónustuíbúðir en neitað að samþykkja byggingu þjónustukjarna sem fjármagnaður yrði af Reykjavíkurborg. Vilhjálmur segir að samkomulagið sem samþykkt hafi verið í borgarráði í gær geri ráð fyrir að íbúðirnar verði seldar til íbúa á aldrinum 60 ára og eldri. Það sé rangt að þær verði seldar hverjum sem er. Hann segir að Nýsir áformi að bjóða upp á mjög mikla þjónustu fyrir íbúana sem þarna muni búa. Þar verði öryggisþjónusta, matarþjónusta, hárgreiðsluþjónusta, heilsulind og púttvöllur. Nýsir muni svara allri þeirri þjónustu sem óskað verði eftir. Í fréttatilkynningu frá Nýsi er tekið undir þessi orð Vilhjálms. Þar segir að engin áform séu um að hverfa frá fyrirhugaðri byggingu þjónustuíbúða fyrir aldraða.Viðræður hafi farið fram við borgaryfirvöld um að tryggja íbúum félagslega þjónustu. Jafnframt hafi farið fram viðræður við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins um að tryggja íbúum heimahjúkrun. Þá segir í fréttatilkynninguni að það sé rangt sem fullyrt hafi verið að fermetraverð íbúðanna sé allt að 500 þúsund krónur. Hið rétta sé að meðal fermetraverð án bílageymslu sé 404 þúsund krónur og með bílageymslu 429 þúsund krónur. Ódýrasta fermetraverðið án bílageymslu sé 350.814 krónur og 377 þúsund krónur með bílageymslu. Vilhjálmur segir að verið sé að byggja 100 þjónustu- og öryggisíbúðir við Sléttuveginn og rúmlega 100 við Spöngina sem verði líklegast tilbúnar um áramót 2008-2009. Þar verði heimilaður búseturéttur eða íbúðirnar leigðar út á kostnaðarverði. Gengið verði frá því í samningum við Eir og Hrafnistu að þarna verði byggður þjónustukjarni í tengslum við íbúðirnar. Vilhjálmur segir að í stjórnartíð R-listans hafi ekki ein einasta þjónustuíbúð verið byggð. Því furði hann sig á skyndilegum áhuga Dags B. Eggertssonar á málaflokknum.
Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Sjá meira