Vill vinnuverndarráð í stað stjórnar Vinnueftirlitsins 22. mars 2007 15:21 MYND/Valgarður Ríkisendurskoðun vill að stjórn Vinnueftirlits ríkisins verði lögð niður og í stað hennar komi sérstakt vinnuverndarráð sem skipað verði fulltrúum aðila vinnumarkaðarins. Í úttekt Ríkisendurskoðunar á Vinnueftirlitinu segir að stjórn Vinnueftirlitsins hafi ekki náð að laga sig að breyttu hlutverki sínu sem ráðgefandi stjórn og hafi það torveldað samskipti stofnunar og félagsmálaráðuneytis. Gert er ráð fyrir að vinnuverndarráðið verði ráðherra til ráðgjafar en hafi engin bein tengsl við stofnunina. Þá leggur Ríkisendurskoðun til að kannað verið hvort flytja megi hluta vinnuvélaeftirlits á vegum Vinnueftirlits ríksins til faggiltra skoðunarstofa og stjórnsýslu þess til Umferðarstofu. Þá segir enn fremur í úttektinni að Vinnueftirlitið sinni mjög víðtæku eftirliti með fyrirtækjum, vinnuvélum og markaði auk þess að sinna fræðslu, ráðgjöf og rannsóknum. Þess vegna dreifist kraftar stofnunarinnar mikið auk þess sem óæskilegt sé að sami aðili hafi með höndum eftirlit, ráðgjöf og rannsóknir á sama sviði. Því telur Ríkisendurskoðun að Vinnueftirlitið ætti að einbeita sér að tilteknum kjarnaþáttum, það er stjórnsýslu og leiðandi verkefnum á sviði vinnuverndar en láta öðrum sem mest eftir sérhæfða þjónustu og ráðgjöf um vinnuvernd. Þá vill Ríkisendurskoðun að markaðseftirlit með ýmiss konar vélum, tækjum og búnaði heyri frekar undir Neytendastofu en Vinnueftirlitið. Neytendastofa semji þá við faggiltar skoðunarstofur um eftirlitið og tryggi samræmi í því en Vinnueftirlitið rýni þau gögn sem skoðanir leiða í ljós og gegni áfram hlutverki eftirlitsstjórnvalds. Í tilkynningu frá Ríkisendurskoðun segir að hún telji mikilvægt að efla gagnasöfnun og rannsóknir á áhrifum vinnuverndarstarfs til þess að auðveldara sé að meta þróun þessara mála hér á landi, bæði með hliðsjón af öðrum löndum og þeim markmiðum sem sett hafa verið. Þátttaka Vinnueftirlitsins í stofnun Rannsóknarstofu í vinnuvernd hafi verið jákvætt skref í þessa átt og að kanna beri hvort hún geti leyst Vinnueftirlitið af hólmi við slíkar rannsóknir. Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fleiri fréttir „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Sjá meira
Ríkisendurskoðun vill að stjórn Vinnueftirlits ríkisins verði lögð niður og í stað hennar komi sérstakt vinnuverndarráð sem skipað verði fulltrúum aðila vinnumarkaðarins. Í úttekt Ríkisendurskoðunar á Vinnueftirlitinu segir að stjórn Vinnueftirlitsins hafi ekki náð að laga sig að breyttu hlutverki sínu sem ráðgefandi stjórn og hafi það torveldað samskipti stofnunar og félagsmálaráðuneytis. Gert er ráð fyrir að vinnuverndarráðið verði ráðherra til ráðgjafar en hafi engin bein tengsl við stofnunina. Þá leggur Ríkisendurskoðun til að kannað verið hvort flytja megi hluta vinnuvélaeftirlits á vegum Vinnueftirlits ríksins til faggiltra skoðunarstofa og stjórnsýslu þess til Umferðarstofu. Þá segir enn fremur í úttektinni að Vinnueftirlitið sinni mjög víðtæku eftirliti með fyrirtækjum, vinnuvélum og markaði auk þess að sinna fræðslu, ráðgjöf og rannsóknum. Þess vegna dreifist kraftar stofnunarinnar mikið auk þess sem óæskilegt sé að sami aðili hafi með höndum eftirlit, ráðgjöf og rannsóknir á sama sviði. Því telur Ríkisendurskoðun að Vinnueftirlitið ætti að einbeita sér að tilteknum kjarnaþáttum, það er stjórnsýslu og leiðandi verkefnum á sviði vinnuverndar en láta öðrum sem mest eftir sérhæfða þjónustu og ráðgjöf um vinnuvernd. Þá vill Ríkisendurskoðun að markaðseftirlit með ýmiss konar vélum, tækjum og búnaði heyri frekar undir Neytendastofu en Vinnueftirlitið. Neytendastofa semji þá við faggiltar skoðunarstofur um eftirlitið og tryggi samræmi í því en Vinnueftirlitið rýni þau gögn sem skoðanir leiða í ljós og gegni áfram hlutverki eftirlitsstjórnvalds. Í tilkynningu frá Ríkisendurskoðun segir að hún telji mikilvægt að efla gagnasöfnun og rannsóknir á áhrifum vinnuverndarstarfs til þess að auðveldara sé að meta þróun þessara mála hér á landi, bæði með hliðsjón af öðrum löndum og þeim markmiðum sem sett hafa verið. Þátttaka Vinnueftirlitsins í stofnun Rannsóknarstofu í vinnuvernd hafi verið jákvætt skref í þessa átt og að kanna beri hvort hún geti leyst Vinnueftirlitið af hólmi við slíkar rannsóknir.
Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fleiri fréttir „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Sjá meira