Innlent

Sjávarútvegsráðherra fundaði með Samfylkingu

Ríkisstjórnin fundar um veiðiheimildir í dag.
Ríkisstjórnin fundar um veiðiheimildir í dag. MYND/Pjetur

Búist er því að Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, kynni í dag ákvörðun sína um veiðiheimildir á næsta fiskveiðiári. Ráðherra fundaði með þingflokki Samfylkingarinnar í morgun en í gær fundaði hann með þingflokki sjálfstæðismanna.

Gert er ráð fyrir því að ríkisstjórnin fjalli um málið á fundi sem átti að hefjast klukkan hálf tíu í morgun. Fundurinn mun þó tefjast þar sem ráðherrar Samfylkingarinnar voru enn ekki mættir kortéri eftir að fundurinn átti að hefjast.

Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, vildi ekki tjá sig um málið við fjölmiðla þega hann gekk á ríkisstjórnarfund nú í morgun.

Von er á því að ráðherra kynni tillögur sínar fyrir almenningi eftir hádegi í dag.

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×