Innlent

Banaslys í Ölfusi - Suðurlandsvegur opinn á ný

Kona á fimmtugsaldri lést þegar jeppi og vörubíll rákust saman á rétt austanvið Hveragerði í hádeginu. Konan var ein í bíl sínum og var hún úrskurðuð látin á vettvangi. Bílarnir komu hvor úr sinni áttinni. Flytja þurfti ökumann vörubílsins á slysadeild en meiðsl hans eru ekki talin alvarleg.

Slysið varð skammt vestan við bæinn Kotströnd. Loka þurfti Suðurlandsvegi í báðar áttir við Kotströnd vegna slysins. Vegurinn var opnaður aftur um klukkan 16:45 . Umferð var beint um hliðarvegi á meðan en flutningabílum var bent á að fara um Þrengsli vegna þungatakmarkana. Tildrög slysins eru í rannsókn.

Þetta er annað banaslysið í umferðinni á árinu. Karlmaður á fertugsaldri lést í byrjun mars þegar bíll hans fór út af veginum í Hörgárdal.

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×