Innlent

Einstaklingar geta fylgst með stöðu í vanskilaskrá

Einstaklingar munu framvegis hafa aðgang að upplýsingu um eigin stöðu í vanskilaskrá í heimabankanum. Lánstraust stendur fyrir þessu í samvinnu við bankana. Þjónustan er þegar í boði í Einkabanka Landsbankans og Netbanka Kaupþings. Fyrirhugað er að setja þjónustuna upp hjá Glitni fljótlega.

Í tilkynningu frá Lánstrausti segir að tilgangurinn sé að auðvelda einstaklingum aðgengi að upplýsingum um sjálfa sig. Til dæmis til að geta betur fylgst með því að mál séu afskráð í kjölfar þess að þau séu gerð upp og skuldir greiddar.

Talsverð óþægindi geta fylgt því að vanskil sem komið hefur verið í skil séu enn skráð í Vanskilaskrá, enda hefur slíkt bein áhrif á lánshæfi einstaklinga og er algengt að fólki sé synjað um reikningsviðskipti eða lánafyrirgreiðslu á grundvelli skráninga í Vanskilaskrá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×