Innlent

Sérálit um vatnsréttindin upp á 10 milljarða kr.

Jökuldalur: Vatnsréttindin eru metin á 1,6 milljarða af nefndinni.
Jökuldalur: Vatnsréttindin eru metin á 1,6 milljarða af nefndinni.

Matsnefnd sú sem skipuð var til að meta vatnsréttindin sem tapast á Jökuldal og efrihluta Fljótsdals vegna Kárahnjúkavirkjunnar telur þau nema um 1,6 milljörðum kr. Greint var frá þessu á Egilsstöðum nú fyrir nokkrum mínútum að viðstöddum lögmönnum Landsvirkjunnar og landeigenda. Einn nefndarmanna, Egill B. Hreinsson, prófessor í verkfræði við Háskóla Íslands, skilaði séráliti þar sem réttindin eru metin á 10 milljarða kr.

Um var að ræða mat á öllum vatnsréttindum sem tapast vegna Kárahnjúkavirkjunnar það er á Jökuldalnum öllum og efrihluta Fljótsdals niður að virkjuninni. Mikið bar á milli aðila þar sem Landsvirkjun mat réttindin á 105-375 milljónir kr. en einn hópur landeigenda mat þau á allt að 72 milljarða kr.

Þeir sem skipuðu nefndina voru Skúli J. Pálmason, fyrrverandi héraðsdómslögmaður, en hann var formaður hennar, Gestur Jónsson hrl., Sigurður Þórðarson verkfræðingur, Sverrir Ingólfsson endurskoðandi og Egill B. Hreinsson, prófessor í verkfræði við HÍ.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×