Enski boltinn

Glórulaust að láta Carson spila þennan leik

NordicPhotos/GettyImages

Markvörðurinn David James hjá enska landsliðinu segir að það hafi verið glórulaus ákvörðun hjá Steve McClaren að setja óreyndan markvörð inn í liðið fyrir leikinn gegn Króötum í vikunni.

Það kom í hlut Scott Carson að verja mark Englendinga í þeim leik og hann kom vægast sagt illa frá sínum fyrsta alvörulandsleik eins og flestir vita. James skilur ekki ákvörðun þjálfarans fyrrverandi.

"Við settum allt of mikla pressu á okkur með því að skipta um markvörð á síðustu stundu. Það hafa verið fjölmörg tækifæri til að skipta um og prófa nýja markverði á síðustu 17 mánuðum og af hverju þá að gera það núna? Fram að leiknum við Austurríki höfðu engir markverðir verið prófaðir í byrjunarliði nema Roninson og Ben Foster. Þetta er fáránlegt," sagði James í samtali við Sun.

"Scott Carson er frábær markvörður og ég veit að hann á eftir að verða markvörður númer eitt í framtíðinni, en það var óþarfi að koma honum í þessa stöðu. Það var ekki rétt að setja hann í markið gegn Króötum svona óreyndan," sagði James.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×