Enski boltinn

Green bjargaði stigi fyrir West Ham

Leikmenn Tottenham mótmæla
Leikmenn Tottenham mótmæla NordicPhotos/GettyImages

Lundúnaliðin West Ham og Tottenham skildu jöfn 1-1 í grannaslag sínum í ensku úrvalsdeildinni í dag. Carlton Cole kom West Ham yfir í fyrri hálfleiknum en varnarmaðurinn Michael Dawson jafnaði fyrir Tottenham í þeim síðari.

Tottenham fékk svo vítaspyrnu í uppbótartíma en Robert Green markvörður gerði sér lítið fyrir og varði lélega spyrnu Jermain Defoe. Lið Tottenham vildi fá aðra vítaspyrnu í leiknum eftir að Robert Green virtist fella Robbie Keane þegar hann slapp einn inn fyrir vörnina, en fengu ekkert fyrir sinn snúð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×