Innlent

Hæstiréttur staðfestir DNA-rannsókn vegna kröfu Lúðvíks

Hæsturéttur hefur staðfest dóm héraðsdóms þess efnis að fram megi fara DNA-rannsókn á lífsýnum úr Lúðvík Gizurarsyni, móður hans og Hermanni Jónassyni, fyrrverandi forsætisráðherra, sem Lúðvík heldur fram að sé faðir sinn.

Málið hefur velkst um í dómskerfinu undanfarin ár en fjölmargir dómar hafa fallið í málinu. Skorið hefur verið úr því fyrir dómi að Gizur Bergsteinsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, hafi ekki verið faðir Lúðvíks og þá komst héraðsdómur að því í febrúar síðastliðnum að sýnt hefði verið fram á að móðir Lúðvíks hefði í vitna viðurvist lýst því yfir að Hermann væri faðir Lúðvíks. Því skyldi taka kröfu Lúðvíks um mannerfðafræðilega rannsókn til greina. Þann úrskurð staðfesti Hæstiréttur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×