Innlent

Oddeyrin fer í sína fyrstu veiðiferð

Oddeyrin EA lagði úr höfn á Akureyri á miðvikudag í sína fyrstu veiðiferð í eigu Samherja en skipið stefnir á grálúðu og karfaveiðar. Fram kemur á vef Samherja að gerðar hafi verið nauðsynlegar breytingar á skipinu frá því að það kom til landsins fyrir tæplega mánuði, þar á meðal var öryggisbúnaður skipsins uppfærður og aðlagaður að íslenskum kröfum. Þá var búnaði á vinnsludekki breytt. Um borð eru 18 áhafnarmeðlimir undir stjórn þeirra Hjartar Valssonar og Guðmundar Freys Guðmundssonar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×