Innlent

Hafnfirðingar skiptast í tvær fylkingar í afstöðu til álvers

Hafnfirðingar virðast skiptast í tvær nokkurn veginn jafn stórar fylkingar í afstöðunni til stækkunar álvers Alcan í Straumsvík. Sú niðurstaða er samkvæmt skoðanakönnun Blaðsins.

Þá er átt við þá sem tóku afstöðu en það gerðu tæp 77 prósent þeirra 420 Hafnfirðinga sem spurðir voru álits. Rúm 13 prósent sögðust vera óákveðin og og tæp tíu prósent hlutlaus.

Nú eru ekki nema um þrjár vikur þar til kosið verður og hafa þegar myndast tvenn hagsmunasamtök í málinu, Sól í Straumi, sem eru andvíg stækkun, og Hagur Hafnarfjarðar, sem eru fylgjandi stækkun. Það stefnir því í spennandi og tvísýnar kosningar um málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×