Innlent

Skilorðsbundið fangelsi fyrir ýmis fíkniefnabrot

Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í dag karlmann í eins árs skilorðsbundið fangelsi fyrir ýmis fíkniefnabrot, þar á meðal að hafa í vörslu sinni til sölu um 100 grömm af amfetamíni.

Alls var um að ræða þrjá ákæruliði vegna fíknefnabrota mannsins í fyrravor. Hann játaði allt á sig nema að hafa ætlað að selja amfetamínið en það fannst í ísskáp á heimili hans. Sagðist hann hafa verið að geyma efnið fyrir aðila sem hann væri í fíkniefndaskuld við en þeir neituðu að kannast við það. Með hliðsjón af þessu og því að framburður mannsins þótti ótrúverðugur var hann sakfelldur fyrir að hafa ætlað að selja amfetamínið. Með brotunum rauf maðurinn skilorð og var tekið tillit til þess við ákvörðun refsingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×