Innlent

Vegfarendur fari varlega á Norður- og Norðausturlandi

Vegagerðin beinir því til vegfarenda á Norður- og Norðausturlandi að fara sérstaklega varlega þar sem krapi sé á vegum og éljagangur um mestallt norðanvert landið. Hins vegar er greiðfært um Suðurland en Á Vesturlandi er snjóþekja, hálka og hálkublettir.

Á Vestfjörðum er hálka í Ísafjarðardjúpi, hálkublettir og skafrenningur á Steingrímsfjarðarheiði og á Austurlandi er hálka á Fjarðarheiði og Breiðdalsheiði en hálkublettir á Oddskarði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×