Innlent

Liðlega 80 prósent íslenskra heimila nettengd

MYND/E.Ól

83 prósent íslenskra heimila voru nettengd og 84 prósent heimila með tölvu samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar. Til samanburðar höfðu 62 prósent heimila í ESB-löndum tölvu og rétt rúmur helmingur heimila var nettengdur.

Í frétt á vef samgönguráðuneytisins er fjallað um þessar upplýsingar Hagstofunnar og þar kemur fram að breiðbandstengingum hafi fjölgað ört hérlendis hin síðustu ár eins og í öðrum Evrópulöndum. Innan ESB hafi sex af hverjum tíu heimilum hraðvirka tengingu en hér á landi sé hlutfallið hins vegar nálægt níu af hverjum tíu. Þá kemur fram í samantekt Hagstofunnar að fyrirtæki í Evrópulöndum hafa nær öll tekið tölvur og netið í þjónustu sína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×