Marel: Heillaði mest að fara aftur í Breiðablik Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. desember 2007 18:48 Marel Baldvinsson, leikmaður Breiðabliks. Mynd/Hörður Marel Baldvinsson skrifaði í dag undir þriggja ára samning við Landsbankadeildarlið Breiðabliks en hann lék síðast með Molde í 1. deildinni í Noregi. Hann er uppalinn Bliki og lék með liðinu til ársins 2000 þar til hann gekk til liðs við Stabæk í Noregi, nítján ára gamall. Hann lék aftur með Blikum árið 2006 en fór þá til Molde í lok ágústmánaðar. „Mér líst ljómandi vel á þetta," sagði Marel í samtali við Vísi. „Ég skoðaði vissulega allt sem mér stóð til boða þegar ég kom heim frá Noregi en á endanum varð það Breiðablik sem freistaði mín mest. Þar þekki ég allt og alla og ég hef trú á því að það séu spennandi tímar framundan." Breiðablik átti gott tímabil síðastliðið tímabil og hafnaði í fimmta sæti deildarinnar. Liðið þótti spila einna best í deildinni þó svo að úrslit leikja liðsins hafi ekki alltaf endurspeglað þá skoðun manna. „Ég geri þær væntingar til næsta tímabils að Breiðablik verði í toppbaráttunni. Ég hef trú á að það sé raunhæft ef við höldum áfram að byggja á því sem vel hefur verið gert á síðustu árum." „Við erum með marga góða og efnilega leikmenn, með góðan þjálfara og umgjörðin er alltaf að batna. Það eru spennandi tímar framundan og ég held að við verðum með nokkuð heilsteypt lið næsta tímabil." Marel hefur átt við þrálát meiðsli í hné að stríða undanfarin ár en vonast til að hann geti klárað samninginn sem hann skrifaði undir í dag. „Ég tek bara eitt ár fyrir í einu en ég hef fullan hug á því að taka þátt í öllum æfingum. Hvernig hnéð bregst við því verður bara að koma í ljós. En það er alveg klárt að það mætti vera betra." Marel hefur leikið 44 deildarleiki með Breiðabliki á ferlinum og skorað í þeim átján mörk - þar af ellefu mörk í þrettán leikjum sumarið 2006. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Fótbolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Sjá meira
Marel Baldvinsson skrifaði í dag undir þriggja ára samning við Landsbankadeildarlið Breiðabliks en hann lék síðast með Molde í 1. deildinni í Noregi. Hann er uppalinn Bliki og lék með liðinu til ársins 2000 þar til hann gekk til liðs við Stabæk í Noregi, nítján ára gamall. Hann lék aftur með Blikum árið 2006 en fór þá til Molde í lok ágústmánaðar. „Mér líst ljómandi vel á þetta," sagði Marel í samtali við Vísi. „Ég skoðaði vissulega allt sem mér stóð til boða þegar ég kom heim frá Noregi en á endanum varð það Breiðablik sem freistaði mín mest. Þar þekki ég allt og alla og ég hef trú á því að það séu spennandi tímar framundan." Breiðablik átti gott tímabil síðastliðið tímabil og hafnaði í fimmta sæti deildarinnar. Liðið þótti spila einna best í deildinni þó svo að úrslit leikja liðsins hafi ekki alltaf endurspeglað þá skoðun manna. „Ég geri þær væntingar til næsta tímabils að Breiðablik verði í toppbaráttunni. Ég hef trú á að það sé raunhæft ef við höldum áfram að byggja á því sem vel hefur verið gert á síðustu árum." „Við erum með marga góða og efnilega leikmenn, með góðan þjálfara og umgjörðin er alltaf að batna. Það eru spennandi tímar framundan og ég held að við verðum með nokkuð heilsteypt lið næsta tímabil." Marel hefur átt við þrálát meiðsli í hné að stríða undanfarin ár en vonast til að hann geti klárað samninginn sem hann skrifaði undir í dag. „Ég tek bara eitt ár fyrir í einu en ég hef fullan hug á því að taka þátt í öllum æfingum. Hvernig hnéð bregst við því verður bara að koma í ljós. En það er alveg klárt að það mætti vera betra." Marel hefur leikið 44 deildarleiki með Breiðabliki á ferlinum og skorað í þeim átján mörk - þar af ellefu mörk í þrettán leikjum sumarið 2006.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Fótbolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Sjá meira