Innlent

Vill bæta hag langveikra barna

Jóhanna Sigurðardóttir vill efla stuðning við langveik börn.
Jóhanna Sigurðardóttir vill efla stuðning við langveik börn.

Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra hefur skipað sérstakan starfshóp sem hefur það hlutverk að fara yfir þau þjónustuúrræði sem standa langveikum börnum og fjölskyldum þeirra til boða.

„Þessi nefnd mun skoða þá stoðþjónustu sem stendur langveikum börnum til boða og fara yfir hvar kerfið er að halda vel utan um sín mál og einnig hvar vantar þjónustu," segir Hrannar B. Arnarsson, aðstoðarmaður ráðherra. Nefndinni er ætlað að skila tillögum til ráðherra þann 15. febrúar.

Hrannar segir óhætt að fullyrða að málefni barna séu í forgangi hjá félagsmálaráðherra en stærstu verkefni hennar á næsta ári verði auk vinnu þessarar nefndar, vinna nefndar um barnavernd og lög um fæðingarorlof.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×