Íslenski boltinn

Margrét Lára íþróttamaður ársins

Elvar Geir Magnússon skrifar
Margrét Lára í leik með Valsliðinu.
Margrét Lára í leik með Valsliðinu.

Margrét Lára Viðarsdóttir, knattspyrnukona úr Val, er íþróttamaður ársins 2007. Þetta var tilkynnt fyrir örfáum mínútum á Grand hóteli. Margrét setti nýtt markamet í Landsbankadeild kvenna í sumar þar sem hún varð Íslandsmeistari með Valsliðinu.

Þá lék hún lykilhlutverk í íslenska kvennalandsliðinu sem náði góðum árangri á árinu.

Það voru að vanda samtök íþróttafréttamanna sem stóð að kjörinu en sigur Margrétar var sannfærandi.

Margrét Lára hlaut 496 stig. Í öðru sæti með 319 stig var Ólafur Stefánsson, handboltamaður hjá Ciudad Real. Ragna Ingólfsdóttir, badmintonkona, hafnaði í þriðja sæti.

Röð tíu efstu í kjörinu:

1. Margrét Lára Viðarsdóttir

2. Ólafur Stefánsson

3. Ragna Ingólfsdóttir

4. Jón Arnór Stefánsson

5. Birgir Leifur Hafþórsson

6. Guðjón Valur Sigurðsson

7. Örn Arnarson

8. Eiður Smári Guðjohnsen

9. Snorri Steinn Guðjónsson

10. Ragnheiður Ragnarsdóttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×