Enski boltinn

Öll mörk dagsins komin á Vísi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Manchester United er komið á topp ensku úrvalsdeildarinnar.
Manchester United er komið á topp ensku úrvalsdeildarinnar. Nordic Photos / Getty Images

Lesendum Vísis gefst kostur á að sjá öll mörk dagsins úr ensku úrvalsdeildinni hér á vefnum.

Dagurinn var ansi fjörlegur, sérstaklega fyrstu þrír leikirnir sem hófust allir klukkan 13.00. Alls voru skoruð 29 mörk í leikjunum níu í dag en nítjándu umferðinni lýkur með leik Manchester City og Blackburn annað kvöld. Skömmu eftir að þeim leik lýkur má að sjálfsögðu sjá samantekt úr þeim leik hér á Vísi.

Hægt er að sjá samantektir úr öllum leikjum dagsins með því að smella á „Brot úr leikjum" á „VefTV" hægra megin á íþróttavef Vísis.

Eða með því að smella hér.

Einnig má sjá samantekt úr öllum leikjum átjándu umferðar sem fór fram um helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×